canEdit = new Array();


mánudagur, desember 26, 2005

Falleg dagsetning

Ég varð bara að henda einum pistli inn útaf dagsetningunni. Fyrir ykkur sem ekki vitið eða eruð einfaldlega búin að gleyma þá á ég afmæli í dag. Takk kærlega fyrir hamingjuóskirnar þið sem munduð eftir þeim. Þið hin getið bara átt ykkur.

Núna er ég að hlusta á Carlos Santana og fyrsta bacardi glasið er orðið hálftómt. Það er eitthvað hálftómlegt hérna, enda er ég bara einn. Eitthvað af liði á leiðinni, en samt sem áður ekki margir. Gleðileg jól þið sem ég var ekki búinn að óska gleðilegra jóla.

HVAR ERU ALLIR? ÉG NENNI EKKI EINN Á FYLLERÍ...

Best að fylla aftur á glasið og setja "She's not there" með Santana á repeat...

Kvöldið er rétt að byrja


Skrifað klukkan 21:09 |