laugardagur, desember 17, 2005
Það er ár síðan ég varð stúdentJæja ég nenni ekki að vera í blogg fríi lengur. Ég er að fara í útskriftarveislur í kvöld og má búast við heljarinnar skemmtun. Búið að hlaða batteríið í myndavélinni og kominn í djammjakkafötin og alveg klár. Víst að ég var tilbúinn svona snemma þá var tilvalið að henda inn einum pistli og myndum frá því að Arna kom okkur svo skemmtilega á óvart með því að birtast uppúr þurru hér á klakanum.
Ég fór í Kringluna áðan því ég þurfti að vesenast aðeins. Vááá, ég hélt að Kringlan ætlaði að springa af fólki. Ég rölti í svona tvær búði og svo fékk ég nóg og þurfi nauðsynlega að yfirgefa þessa verslunarmiðstöð. Ég hafði einfaldlega ekki þolinmæði í þetta. Það voru ALLIR fyrir mér ef þið skiljið mig. Ég á náttúrulega að fá að hafa allt útaf fyrir mig, annað er bara fáránlegt.
Jæja ég er búinn að uploada myndunum... njótið og svo sé ég ykkur í kvöld, allavega einhverja, djöfs.. stemning maður
EG
Skrifað klukkan 16:06 |