fimmtudagur, desember 01, 2005
Einsigumm heilsar á þessu ágætis fimmtudagskvöldiÉg er ekki frá því að maður sé kominn í smá jólafíling, enda ekki nema 23 dagar til jóla. Bróðir minn á líka afmæli á morgun, pabbi eftir 21 dag, og ég eftir 25 daga, þá verð ég sko fyrst orðinn gamall. Tuttugu OG... eitthvað... Þegar maður er farinn að segja og, þá er maður í slæmum málum.
Það er rúmur mánuður í Danmörku, sem er svona frekar lítið, ég held að maður átti sig eiginlega ekki alveg á því hvað er stutt í þetta, og ég á eftir að gera svo mikið. Ég á eftir að kaupa afmælisgjafir, jólagjafir, útskriftargjafir, klára möppuna mína (SHIT), vinna og vinna aðeins meira, selja bílinn minn, spara, fara á tónleikana 7. janúar, nánar tiltekið, tónleikana sem ég fékk miða í stúku á! Seldist upp á 4 mínútum. Einnig á ég eftir að slappa af, læra dönsku, pakka, opna pakka, gefa pakka, fá pakka, pakka pökkum, okey ég er hættur.
Sem sagt ég á eftir að gera svona nokkra hluti, enda er líka alveg mánuður þangað til, og það er alveg fullt. Ef einhver vill vera vinur/vinkona mín, þá er ég með síma sem hægt er að hringja í. Annars er líka frekar þægilegt að koma heim eftir vinnu og vera bara einn heima og gera ekki neitt. Leggja sig kannski, fá sér að borða, kíkja í tölvuna og þá er klukkan allt í einu orðin margt, skella DVD í tækið og sofna út frá því. Svona einkennast dagarnir hjá mér undanfarna daga. Ég kvarta ekki, mér finnst þetta fínt.
Mikil vinna framundan í desember... Mikið að gera... og þá er gaman gaman....
Skrifað klukkan 23:55 |