Jább... aðeins 9 dagar í það að ég fari af landi brott og langar mér að biðja fólk sem ég þekki um að taka frá föstudaginn 6. janúar sem er þrettándinn. Það verður tryllt partý. Annars vill ég bara þakka fyrir fínt ár, það var svo sem ekkert mikið sem gerðist á þessu ári:
Ég fór til Krítar það var fínt. Gerði ekki það mikið nema fá Salmonellu sýkingu!
Fór til New York og Florida, það var of gaman. Fór m.a. upp í Empire State, stóð við hliðina á Frelsisstyttunni, fór í Central Park, sá skautasvellið í Rockefeller center, gekk Broadway og Times Square, fór og djammaði eitt skemmtilegasta djamm ársins með Jónu Guðnýju á Shelter (það voru einnig Lloyd, Bjarki og "Konan" sem voru með í för), keypti mér ýmsa hluti, fór í College partý í Florida, fór í Buschgardens, tókum bílaleigubíl og rúntuðum um Floridafylki. Úff þessi ferð var bara of góð.
Vann í Eimskip í 3. mánuði, það voru þrír skrítnustu mánuðir lífs míns. Helvítis næturvinna. Samt sem áður kynntist ég snilldarfólki.
Fór á Síldarævintýri á Siglufirði og fór sem sagt í fyrsta skipti á Siglufjörð, maður var búinn að heyra ýmislegt um bæinn og þetta blessaða Síldarævintýri, en svo var það eins og það var, fer ekkert nánar út í það.
Var soldið lengi að finna mér vinnuna sem mig langaði að vera í, það hefur aldrei gerst áður, en fann hana þó á endanum
Tók þá ákvörðun um að skella mér í hálft ár til Danmerkur og svo byrja í Háskóla næsta haust.
Fór á svona 2. - 3. fyllerí (sinnum 15) misskemmtileg þó.
Þá held ég að þetta sé komið. Takk fyrir frábært ár þið sem tókuð þátt í því með mér.