sunnudagur, nóvember 20, 2005
Þvílík helgi...Ég þyrfti að fá auka frídag á morgun til að safna upp orku. Ég væri til í að mánudagar væru frídagar.
En á föstudaginn skellti ég mér á jólahlaðborð á Broadway með Adidas búðinni og var maturinn alveg súper. Bjöggi Halldórs og fleira fólk voru að skemmta þarna og tóku gamla slagara og þanndi maður aðeins raddböndin með. Svo var tekið nokkur dansspor og var þetta hin besta skemmtun. Ég er búinn að setja inn myndir frá þessu snilldarkvöldi. En ég fór snemma heim eða um 2 leytið vegna þess að ég þurfti að vakna snemma daginn eftir.
Laugardagurinn kemur og var ég ekki sá ferskasti, en ég bruna upp í Og Vodafone og er að fara í óvissuferð með þeim. Fyrst fórum við í einhverja leiki og svona þrautir og dót í Nauthólsvíkinni og svo fórum við upp í Grindavík að skoða hella. Því næst fórum við í sund í Keflavík til þess að þrífa af okkur skítinn. Við keyrum aðeins um í Keflavík í rútunni og stoppum svo fyrir utan eitthvað hús. Ég kippti mér ekkert frekar upp við það fyrr en ég var kominn í forstofuna. Við vorum stödd heima hjá Rúnari Júlíussyni. Við röltum aðeins um og var kallinn bara með stúdíó og læti heima hjá sér. Gítarleikarinn úr Hjálmum var líka staddur þarna og sá hann um að taka upp lagið sem við sungum. Já við komum okkur fyrir inn í stofunni og byrjuðum að syngja lag. Rúnar spilaði á gítar og við sungum öll með... Svo voru teknar fullt af myndum og verður mjög gaman að eiga þennan geisladisk...
Eftir þessa óvenjulegu heimsókn, fór rútan á Fjörukrána í Hafnarfirði og við borðuðum og drukkum eins og sannir víkingar. Síðan fórum við í bæinn og skemmtum okkur konunglega. Myndir eru væntanlegar einnig frá þessu kvöldi hér á næstu dögum.
Ég er farinn að fikta í tónlistarforritinu mínu... Bæ...................
Skrifað klukkan 23:33 |