canEdit = new Array();


mánudagur, nóvember 28, 2005

Vááá...

Tónleikarnir í gær voru lengri en ég bjóst við og eiginlega bara ólýsanlegir. Ég hefði viljað fá stóla fyrir alla í stæði þar sem að mér var eiginlega orðið frekar illt í bakinu í lokin, enda settist maður svona þrisvar sinnum niður á gólfið til að höndla þetta. Ég fellti meira að segja næstum því einn gaur því hann sá mig ekki á gólfinu og labbaði á mig og var eiginlega í vandræðum að halda sér á fótum. En þessir tónleikar voru rosalegir, segi ekkert meira um það.

Myndir myndir myndir. Það eru komnar myndir inn. Þær voru teknar á laugardaginn, heima hjá mér, í afmælinu hans Bigga, í leigubíl og á Prikinu. Ég er tussuslappur í dag og fór ekki til vinnu. Í stað þess sit ég sveittur heima og set inn myndir til að halda einsagumm gangandi sem vinsælustu bloggsíðu fyrr og síðar.


Skrifað klukkan 16:31 |