fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Ég vil fá mér kærustuJá þetta er fyrsta lagið á þessum frábæra nýja disk frá Hjálmum. Málið er að ég vissi ekki að þeir væru búnir að gefa út nýjan disk, en svo var ég í mat í dag og átti smá aukatíma þannig að ég kíkti í Skífuna og sá þetta flotta cover, (sem gerist
svo oft að flott cover innihalda góða tónlist) og ákvað að skoða það nánar og komst að því að þetta var diskur frá Hjálmum. Ég hlustaði á fyrstu tvö lögin og ákvað þá að þetta væri eitthvað sem ég vildi eyða peningunum mínum í og keypti því 3. stykki, æji nei ég keypti reyndar bara einn, og er mjög sáttur með kaup dagsins.
Ég fór á fótboltaæfingu í gær og var það hin besta skemmtun. Ég get nú ekki neitað því að mig vanti smá þol. Ég var alveg búinn eftir þetta og verður gaman að endurtaka þetta að viku liðinni. Maður þarf svona aðeins að læra helstu brellurnar en síðan mun ég verða stórhættulegur tæklari með meiru...
Brjáluð vinna framundan í möppunni minni góðu, er kominn á blaðsíðu 5... af svona 50... og þarf að klára þetta fyrir desember lok þannig að ég þarf að fara að spíta í lófana
Bæ
Skrifað klukkan 00:04 |