föstudagur, nóvember 18, 2005
Ég er kominn með nýja fíkn!Í gær gerðist sá langþráði draumur að ég eignaðist mitt eigið tónlistarforrit. Að vísu er þetta ekki neitt rosalega stórt forrit með endalausum fítusum, en þetta er alveg meira en nóg fyrir mig til að byrja með. Ég fékk þetta í gær og kitlaði mér alveg í puttana að fara að byrja og gekk það svo misvel þegar ég var byrjaður. Ég byrjaði á einu lagi, en þegar það var búin svona ein mínúta á því lagi þá byrjaði ég strax á öðru inn í sama glugga því það er svo mikið af töktum og allskonar dóti. En ég var alveg að fíla seinni lagið sem ég byrjaði á og gat ég einfaldlega ekki hætt fyrr en lagið var búið, en þá var klukkan líka orðinn 3! Ég er bara nokkuð ánægður með þetta 5 og hálfrar mínútu langa lag mitt sem er mitt fyrsta og alls ekki síðasta. Ég hlustaði á það nokkrum sinnum og fór svo að sofa.
Ég mætti í vinnu í morgun og er búinn að hugsa um þetta forrit síðan. Svo kom hádegismatur og ég flýtti mér heim til að fikta í þær litlu 30 mínútur sem ég hafði...
Jæja vinnan kallar og ég heyri í ykkur síðar
Einar
Skrifað klukkan 14:18 |