föstudagur, október 28, 2005
Ég er ekkert tilbúinn fyrir þennan snjó og þetta óveður...Ég er á sumardekkjum og er ekkert á leiðinni að fara að kaupa mér vetrardekk þannig að ég á eftir að keyra eins og eldgömul kelling næstu tvo mánuði eða svo. Kannski maður selji bara bílinn sinn fyrr en áætlað var og taki bara strætó. Það er samt svo hrikalegt að hugsa til þess að þurfa að vakna miklu fyrr, rölta niður í strætóskýli í hvaða veðri sem er og bíða eftir strætónum í langann tíma. Svo þegar vinnudagurinn er búinn klukkan 7, þá verð ég ekki kominn heim fyrr en um 8 leytið... og strax farinn að skipuleggja næsta dag með strætóferðum...
Held samt að það sé ekki alveg að gera sig, ég hef alltaf átt bíl frá því að ég fékk bílpróf. Meira að segja keypti ég bíl tveim mánuðum áður en ég fékk bílpróf. Svo sá ég þann möguleika í málinu að selja bílinn því mér fannst svo sniðugt að eiga fullt af pening inn á banka, þannig að ég seldi bílinn og var bíllaus í mánuð áður en ég keypti mér svo aftur bíl.
Þannig að það verður fróðlegt að fylgast með gangi mála.
Að lokum vil ég bara benda á
www.umfj.blogspot.com
Skrifað klukkan 18:13 |