föstudagur, október 21, 2005
Einar fer á AirwavesJá í gærkvöldi fer Einar á Airwaves tónlistarhátíð.
Hann byrjar á að fara í Hafnarhúsið og hittir Lovísu.
Þar sér hann Apparat og Skáta og ákveður því næst að rölta yfir á Nasa.
Á Nasa sér hann ásamt Lovísu hljómsveitina epo-555, hún var ágæt svo sem. Þegar þessi hljómsveit er búin að spila ákveður Lovísa að fara á Gauk á söng. Einar hringir í vini sína, nánar tiltekið Valla og félaga og þeir segjast vera á leiðinni á Nasa og ákveður því Einar að bíða bara eftir þeim. Einar finnur sér vegg til að hanga með og gerir það í smá tíma. Hann bíður, bíður og bíður svo aðeins meira en strákarnir koma aldrei. Einar hringir í þá og segja þeir að röðin sé rosalega löng. Jæja Einar lætur sig hafa það og er samt alltaf að svipast um eftir þeim.
Þegar Einar er búinn að bíða í um klukkutíma gengur upp að honum maður og segir:
Maður: Blessaður
Einar: (þegir, því hann þekkir hann ekki)
Maður: Ertu ekki hress?
Einar: Jú jú (og horfir ennþá skringilega á þennan mann)
Maður: (sér þá að þetta er ekkert að ganga hjá honum og sýnir Einari lögreglumerki)
Maður: Ertu með skilríki.
Einar: Já já (og réttir honum skilríki, bíst við að þetta sé bara venjulegt eftirlit)
Maður: Þú hefur komið við sögu lögreglu áður er það ekki?
Einar: ÉG?
Maður: Já, er það ekki?
Einar: (hlær) hahaha NEI
Maður: Ertu með eitthvað duft á þér?
Einar: Ertu ekki að grínast, NEI (hugsar með sér hvort hann líti út eins og einhver dópisti)
Maður: Notaru ekki svoleiðis?
Einar: NEI
Maður: Ertu til í að tæma fyrir mig vasana þína
Einar: (horfir vandræðalega í kringum sig því hann vill ekki láta fólk halda að hann sé eitthver aumingi) Já að sjálfsögðu
Maður: Hvað er þetta?
Einar: Lyklakippa... Ertu til í að gera þetta eitthversstaðar annarsstaðar, ég vill ekki að fólk haldi að ég sé díler eða eitthvað jafnfáránlegt.
Maður: Nei nei það er enginn að spá í þessu
Einar: Tsss...
Maður: Tæmdu líka fyrir mig þennan vasa og þennan og þennan og þá er Þetta búið
Einar: (gerir það og er orðinn frekar pirraður)
Maður: Takk fyrir og afsakaðu ónæðið.
Því næst koma Valli og félagar og Junior Senior byrja að spila sem eru alveg ágætis stuðband eins og Haffi orðaði það.
Gleðilegan föstudag
Skrifað klukkan 11:02 |