þriðjudagur, september 06, 2005
malouÞá er ég búinn að setja inn nokkrar myndir. Ég tók ekkert það margar myndir um helgina Sonja þannig að ég setti bara inn þær myndir sem var eitthvað varið í. Ég tók ekki myndavélina mína með mér niðrí bæ þannig að það var ekkert um rosalegafyllibyttumyndir. En samt sem áður góðar myndir.
Á föstudaginn síðasta þá var ég ekkert í rosalega góðu skapi þannig að ég fór og fann til fullt af myndum bæði gömlum og nýlegum, eitthvað af þessum myndum hafa ekki verið hér áður inn á síðunni, þannig að þið eruð kannski að sjá eitthvað af þeim í fyrsta skipti. En það sem einkennir þessar myndir er hvað allir eru glaðir á flestum myndunum. Svona stemningsmyndir... Þannig að ef þið eruð í vondu skapi þá skoðið þið bara þessar myndir.
Svo er eitt enn. Að í nýjasta albúminu mínu er password til að skoða myndirnar, hehe. Ég er ekki að fíla það að bara einhver sé að skoða hvað ég er alltaf að gera þannig að ef ykkur langar að fá passwordið þá bara talið þið við mig. ég er stundum á msn,
einar1984@hotmail.com og getið þið líka bara sent mér e-mail. Ég ælta alltaf að gera þetta hér eftir...
Sé ykkur kannski seinna...
Skrifað klukkan 20:15 |