föstudagur, september 23, 2005
LeitinÉg beið spenntur eftir því að tjekka á þessum þætti í gær vegna þess að mér fannst þetta svona hálf asnalegt. Svo loksins byrjaði þátturinn og allar "stelpurnar" voru kynntar, mér fannst bara margar af þeim vera hundgamlar. Og þegar þær fóru að lýsa sjálfum sér, það var oft svona soldið spes. Æji þetta var bara eitthvað svo mis, en það verður eflaust gaman að fylgjast með þessu. Enda oftast gaman að horfa á þessa íslensku raunveruleikaþætti því maður kannast alltaf við eitthvern. Ég kannaðist nú strax við eina stelpu í gær, hana Ágústu sem var með okkur í Foldaskóla, einu ári eldri. Ég hélt það mundi nú enginn skrá sig í þetta en svo las ég einhversstaðar að hvorki meira né minna en 500 manns hafi skráð sig.
Laugardagur á morgun, Valur - Fram að keppa til úrslita, maður verður nú að tjekka á því. Nei ég segi svona, það er nú ekki eins og ég sé mikill fótboltaáhugamaður, þó það sé að sjálfsögðu gaman að fylgjast með öðru hverju.
Ég var að komast að því að það er ekki gott að blogga í þessari vinnu sem ég er í. Ég er eitthvað svo tómur
Vonandi sé ég eitthvað af ykkur um helgina, annars sé ég ykkur bara seinna
Skrifað klukkan 09:46 |