mánudagur, ágúst 01, 2005
Siglufjörður hvað? (Ferðasaga)Þá er helgin búin og ég er líka alveg búinn á því. Ég og Jón Bjarki brunuðum norður á Akureyri eftir vinnu á föstudaginn og vorum lenntir þar um 2. leytið. Ferðin norður gekk vel, og þegar við vorum í Borgarfirðinum segi ég: Ég hef
aldrei verið tekinn fyrir of hraðan akstur... ekki það að ég sé alltaf að keyra eins og vitleysingur... og um leið og ég sleppi orðinu þá hugsa ég, fokk ég á eftir að vera stoppaður í þessari ferð. Allt í góðu, stuttu seinna þegar við erum að nálgast Blönduós segi ég: Við verðum að passa okkur á löggunum hérna á Blönduósi, þær eru víst rosalegar.
Klukkan var um miðnætti, engir bílar á ferð, og allt svona frekar þægilegt. Stuttu síðar stoppar löggan mig, hún var að keyra á móti mér þannig að ég gat ekki séð að þetta væri löggan. Ég hélt bara að þetta væri eitthvað tjekk þar sem að ég var ekki að keyra neitt hratt. Ég labba yfir í bílinn, og er þá ekki bara löggi að sekta mig!!! "þú keyrðir nú aðeins og hratt vinurinn, 108 þar sem að hámarkshraði er 90" Ég hló svona pínu, eruði ekki að grínast.... en allavega voru þessar löggur frekar fínar og ég hef trú á því að þeir sleppi þessu bara þar sem að þetta er svo tæpt.
Ég fer aftur upp í bílinn og held ferð minni áfram til Akureyrar. Klukkan orðin tæplega 2. Engir bílar á ferð, en þeir sem eru á ferð taka fram úr mér og keyra miklu hraðar. Þannig að ég er eiginlega bara einn. Öxnadalurinn er svona frekar langdreginn. Maður er alveg að verða kominn til Akureyrar og svona frekar þreyttur.
Það voru einhverjir vitleysingar búnir að vera að keyra fyrir framan mig, keyra hlið við hlið og svona að fíflast. Svo sé ég rauð bremsuljós og held bara að þetta séu þeir aftur og er ekkert að hægja á mér. Ég var reyndar að fara niður brekku þannig að maður var aðeins hraðar en venjulega. Blikkar þá bara ekki löggi númer 2. ljósin. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í sömu ferðinni.
Þessi lögga var bara með stæla. "Þú ert nú heldur betur að flýta þér" og eitthvað svona kjaftæði. Auðvitað er ég aðeins að flýta mér klukkan 2. um nóttina. Svo segir hann mér að ég hafi verið á 118 sem er náttla bara bull... og ég var orðinn svo pirraður að ég nennti ekkert að vera að spjalla neitt meira við þessa helvítis Akureyrardrullutussulögguviðbjóð!!!
Akureyri var samt klassik. Greifinn, Brynjuís, Sæluhæðir og ég veit ekki hvað og hvað. En einhverja huta vegna ákváðum ég og Burkus að skella okkur á Síldarævintýri á Siglufirði á sunnudeginum. Voru það mistök? Ég veit það ekki.
Rigning og suddi á leiðinni. Svo loksins þegar við komum í Dead-end eins og Burkus kallar það, þá voru allir að flýja bæinn. Rigningin var rosaleg. Ég tók bensín og það var eins og ég hafi stungið mér í sjóinn ég var svo blautur. Við rúntuðum um "allann" bæinn í 2 klukkutíma eða e-ð og fengum okkur svo pizzu. Við vorum að ákveða hvað við ættum að gera, vera þarna, Akureyri eða Reykjavík. Það var náttúrulega enginn í bænum. 9 krakkar í tívolíinu, og tómt sviðið.
Við enduðum í einhverju innanbæjarpartýi hjá gömlum vinum hans Jón Bjarka og vinnufélaga mínum og þá var ekki aftur snúið. Ég var byrjaður að drekka. Við fórum svo á ball á Allanum. Þar voru í kringum 30 manns, ótrúlegur fjöldi. Það var víst eitthvað annað ball þarna en það kostaði bara einhvern 1000 kall inn sem ég var ekki að tíma (veit ekki hvort það sé "ý" eða "í" í tíma) að splæsa í... svo fór ég bara og gisti í bílnum...
Í heildina litið, Góð ferð!
Myndirnar eru komnar inn í myndadálknum...
Skrifað klukkan 19:22 |