canEdit = new Array();


þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Jæja það er kominn tími til...

Ég hef ekki haft tíma til að sinna þessari síðu sem skyldi út af ýmsum málefnum. Ég m.a. fór til Krítar ef það hefur farið fram hjá einhverjum. Það sem einkenndi Krít var skítur og aðeins meira af honum. Þeir skilja sem skilja. En samt sem áður var alveg helvíti gaman. Maður gerði fullt af hlutum sem maður hafði aldrei gert áður, hljóp nakinn í sjónum og fleira. Svo kom maður heim frá Krít, jafnaði sig í einn dag og byrjaði í nýrri vinnu. Allt að gerast.

Allir að flýja land, Arna fer á morgun, Siggi og Burkus aðsjálfsögðu löngu farnir, Valli og Erna löngu farin og eru meira að segja að koma heim bráðum. Maður er mikið búinn að vera að hugsa hvað tekur við næsta haust og held ég að ég sláist í þann hóp. Ég held ég ætli að flýja land.

Það fer að líða að því að ég skelli inn myndum, maður er alveg að missa þessa síðu hérna niður... Ég á alveg þó nokkuð margar myndir, frá Krít og annað...

En ég er hættur þessu í bili, vinna í fyrramálið

Bless


Skrifað klukkan 23:17 |