föstudagur, júlí 22, 2005
HallóMér fannst ég aðeins þurfa að kasta inn einum pistli í tilefni því að ég var "aðeins" að breyta um útlit. Þið takið örugglega ekki eftir neinum breytingum. En allavega það er ekki töff að vera að eyða föstudagskvöldi í það að breyta blogginu sínu þannig að ég er að spá í að kveðja bara. Ég vil samt minna á að ég var að uppfæra tenglalistann minn og eru þar nýjar síður eins og Austurferð og Jóna Guðný. Jóna er Au-pair í Bandaríkjunum en Austurferð er síðan sem við eigum eftir að geta fylgst með Burkus og Sigga meðan þeir ferðast um alla Asíu. Svo er aldrei að vita nema ég skelli inn myndum bráðlega. En samt verður kannski eitthvað í það því ég er að fara í síðustu vinnu vikuna mína næstu viku sem verður alveg nett klikkuð. Allir að panta gos fyrir Verslunarmannahelgina og ég á kvöld/næturvakt...
Later
Skrifað klukkan 21:32 |