canEdit = new Array();


laugardagur, júlí 23, 2005

101. Reykjavík

Já það er kominn laugardagur. Ég vaknaði seint, enda þekktur fyrir það að sofa lengi ef að mér gefst færi á því. Ég stóð upp og hausinn sprakk næstum því. Já, ég var á fylleríi í gær. Sem kemur reyndar ekkert á óvart. Það var svo sem ágætt, bærinn er bara svo slappur alltaf. Ég vildi að þessi bæjarstemning væri ekki. Ég þoli ekki bæinn. Fólk pissfullt og hundleiðinlegt. Þessi og þessi að slást útaf því að annar þeirra rakst aðeins í hinn. Þessir í sleik. Aðrir að taka alla út, þessi er að leita sér að slagsmálum. Aðrir að grenja og ég gæti haldið endalaust áfram. En hins vegar er gaman í útileigum, góðra vina hópum heima hjá einhverjum, útlöndum (og þá ekki í bænum þar). Ég gæti meira að segja alveg haft gaman af því að fara bara 2-3 á fyllerí. Það þarf ekki alltaf fullt af fólki. Og svo þegar fólk segir alltaf: Hverjir ætla? Ekki fleiri? Reyndu að redda fleirum og hringdu svo í mig. Það getur verið frekar pirrandi. Svo eru reyndar fylleríin bara orðin þreytt. Samt dettur maður í sömu gryfjuna helgi eftir helgi. Ég er líka frekar áhrifagjarn. Þarf ekki mikið til að sannfæra mig. Oftast.

Ég fór á línuskauta í dag. Tók bara eina 500 mg parkódín, skellti I-podinum í eyrun, fékk mér eina skyr.is og skautaði út. Hversu þægilegt. Einn að línuskauta (reyndar var hausverkurinn frekar pirrandi) niður Gullinbrú- brekkuna, gegnum Bryggjuhverfið, inn í Elliðaárdal, fram hjá Sprengisandi, inn í Fossvoginn og þar beið eftir mér, þessi glæsikerra. Peugeot 307.

Ég vill eiginlega bara vera úti í svona góðu veðri, samt er ég mest allan tíman inni. Skrítið.


Skrifað klukkan 18:59 |