canEdit = new Array();


fimmtudagur, júní 23, 2005

Mig langar...

Ég held að þessi tímapunktur sé með þeim leiðinlegri í lífi mínu. Ég er að vinna í leiðinlegustu vinnu sem ég hef á ævinni unnið í. Ekki á ég kærustu, bíllinn minn er drasl, og fullt fleira. Þetta er svona millibilstímabil þar sem ekkert skemmtilegt gerist. Menntaskóla árin eru búin, maður fer að eldast og fólk í kringum mann er farið að stofna sínar eigin fjölskyldur. Ég er bara ekkert tilbúinn í þennan pakka. Ég á eftir að upplifa svo mikið.

Mig langar svo að upplifa eitthvað ævintýri. Mig langar að fara til Austuríkis eða Hawaii. Eitthvert í svona lítið bæjarfélag, Enga stórborg. Þar sem eru fullt af trjám, heitt, það mætti alveg vera strönd en það eru engin skilyrði. Svona eins og....... Hobbiton, já þarna kom það.



Mig langar að vera hobbiti... En samt án alls gríns þá langar mig að upplifa eitthvað þannig, þá er ég ekki að tala um Lord of the Rings, heldur bara það umhverfi, eins og Hobbiton. Þar sem fólk virðist stanslaust vera í góðu skapi. Alltaf veislur og nóg að éta. Þar sem að þessi vestræna menning er ekki. Ég veit alveg hvað mig langar að lenda í en ég get bara ekki útskýrt það.

Núna langar mig að horfa á einhverja þannig bíómynd en ég bara veit ekki um neina. Svona þar sem að þessi lýsing passar við og myndin verður að vera litrík og ekki of ævintýraleg og óraunveruleg. Pirates of the Carabian er komin í tækið og kemst hún næst þessu öllu saman sem ég fann.

Ég væri líka til í að fara á skemmtiferðaskip. En samt ekki, ég er eiginlega ekki að fíla þetta nútíma- allt bara. Engan vegin að fíla það að lifa eftir stanslausri klukku og að fitta inn í eitthvað þjóðfélag. Ég væri til í að það væri svona 1960-70 eða eitthvað.

Jæja myndin er byrjuð


Skrifað klukkan 00:36 |