canEdit = new Array();


miðvikudagur, júní 15, 2005

Lyftari

Í dag labbaði ég inn í vitlausa bláa Toyotu corollu og þjófavörnin fór á fullt. Ég var ekki lengi að flýta mér í burtu. Í dag vann ég einnig í 17 og hálfan klukkutíma... er þetta löglegt? Í dag fór ég einnig á lyftaranámskeið (það fellst reyndar inn í vinnutímanum) og sofnaði. Þetta er með því leiðinlegara sem ég hef gert. Og kostar þar af auki 15.400... Það er ekki eins og það sé verið að kenna manni eitthvað sniðugt... Kallinn segir bara svona... "Ekki keyra of hratt" "Fariði varlega" Svo eru sýndar svona leiknar ÝKTAR myndir þar sem fólk er að keyra yfir aðra og þá kemur fullt af blóði og svo keyra þau lyftarana út í sjóinn og ég veit ekki hvað og hvað... Svo segir maðurinn alltaf að þetta sé svo rosalega alvarlegt málefni og að við getum hreinlega drepið einhvern ef við erum próflaus á lyfturunum. Svo sagði hann dæmisögu um einhvern mann sem steig á nagla í vinnunni og fékk sýkingu og úr því kom drep í fótinn og þá missti hann fótinn og á endanum dó hann... Þetta er ekkert smá steikt... En ég fer víst í próf úr þessu næsta fimmtudag og þá er ég sko kominn með ökuréttindi á lyftara (fæ svona ökuskirteini) haha ekkert smá fyndið!



Skrifað klukkan 01:52 |