laugardagur, júní 11, 2005
James BrownSkemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á fór ég í síðastliðnum ágúst. Það var meistarinn James Brown sem söng á þessum tónleikum. Ég væri svo til í að spóla aðeins til baka og upplifa þetta aftur. Þó svo að kallinn hafi verið kominn yfir sjötugt, þá leit hann sko ekki út fyrir það. Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann var fjörugur á sviðinu. Hann var með svona 3. hárlakkbrúsa í hárinu og hef ég líka staðfestar heimildir fyrir því að hárlakkið hans hafi farið frekar illa með forsetasvítuna á Nordica hótel. Þannig að hann hlítur að hafa notað að minnsta kosti þrjá brúsa á kvöldi... En burt séð frá því þá voru tónleikarnir mjög góðir. Þegar svona tónlist er annarsvegar þá er náttúrulega ekki hægt að gera annað en að dilla sér með og fíla hana í botn. James Brown hljómar út um allt herbergið mitt núna og er það lagið
Stone To The Bone. Ef að þessi tónlist kemur þér ekki í gírinn, þá er ekkert sem kemur þér í gírinn...
Einar kveður í bili
Skrifað klukkan 22:26 |