föstudagur, maí 27, 2005
Vinna.isÉg er búinn að hugsa svo mikið síðustu daga og komast að niðurstöðu í ýmsum málum. Það er mannskemmandi að vinna í vinnu sem manni langar ekki til þess að vinna í. Þetta er eins og einhverskonar fangelsun... maður ÞARF að mæta til vinnu og maður ÞARF að klára vaktina... svo færðu AÐEINS frí um helgar, eða það er að segja aðrahverja helgi. Þetta er ástand, og ástand sem ég vona að vari ekki lengi. Ég hef ákveðið að setjast á skólabekk haustið 2006 og er ég strax farinn að hlakka til. Ég vill vinna í vinnu í framtíðinni sem ég get gleymt mér í vegna þess að það er eitthvað sem ég hef áhuga á. Í gegnum árin hef ég oft verið að hugsa hvað mig langar til þess að verða í framtíðinni, þetta er jú ágætlega stór ákvörðun og er erfitt að velja akkúrat eitthvað eitt og segja síðan ,,já ég ætla að verða þetta" og panta það síðan með næstu sendingu (bara ef þetta væri svona einfalt). Það væri auðvelt ef hlutirnir væru þannig. Maður myndi bara láta forrita sig eins og í Matrix. Ég vill verða heilaskurðlæknir, þá væri því bara downloadað inn í þig. En já ég er kominn útí smá rugl hérna en ég vona að þið skiljið hvað ég er að tala um. Aftur að umræðuefninu, ég hef oft pælt í því hvað mig langi til þess að starfa við í framtíðinni, því ekki vill ég nú bara vinna við að skúra eða eitthvað. Ég hef pælt í mörgu og það nýjasta var Hotel management og kostaði námið AÐEINS 945.000 ÖNNIN... en ég pæli í hinu og þessu og kemst alltaf að sömu niðurstöðunni en einhverra hluta vegna hef ég alltaf ýtt því frá mér og byrjað upp á nýtt. Svo er ég einnig alltaf að reka mig á það þegar ég er að vesenast við það sem tengist þessu starfi þá finnst mér það rosalega gaman og ég gleymi mér alveg, samt held ég áfram að ýta því frá mér. Málið er bara að ég held að þetta sé eitthver ótti. Eitthver ótti við samkeppni. Ég held að mig skorti bara allt keppnisskap.
Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að blogga um, þetta bara kom, ég er ekki búinn að stoppa síðan ég byrjaði, þetta var bara það sem ég var að hugsa og varð ég að koma því út...
Skrifað klukkan 00:40 |