canEdit = new Array();


mánudagur, maí 30, 2005

Sunnudagur til sorgar - en samt ekki

Ég vil þakka mörg skemmtileg komment í færslunni hér á undan. Í gær fór ég í tvær útskriftarveislur og var myndavélin mín með í annarri þeirra, eða hjá Kristu... Við byrjuðum hjá Ragga og skelltum okkur svo niðrí bæ á Óðinsvé þar sem veislan hennar Kristu var haldin. Svo fórum við á Culture og dó myndavélin þar... Myndirnar eru hérna til hliðar í NÝTT.

Ég var að kaupa mér disk í gær með Jack Johnson sem heitir In Between Dreams. Mæli eindregið með þessum snillingi. Er einmitt með hann í eyrunum þessa stundina, með þægilegri tónlist sem ég hef kynnst.

Skemmtinefndin stóð sig ágætlega í kvöld, tókum þrjár umferðir í Singstar pop og unnu ég og Valli, Örnu og Ernu tvisvar sinnum en einu sinni var jafntefli. Það eru greinilega einhverjir leyndir sönghæfileikar í ættinni.

En nú er ég tómur í bili...


Skrifað klukkan 00:24 |