canEdit = new Array();


þriðjudagur, maí 31, 2005

Morgunhani en samt alls enginn morgunhani!

Morgnar eru friðsælasti tími sólarhringsins. Þegar ég er að koma svona heim af næturvakt, þá langar mig bara alls ekkert að fara að sofa. Mig langar bara að halda áfram að keyra upp í sveit eða fara út á línuskauta eða út að labba eða eitthvað. Ég verð bara pirraður að hugsa til þess að þurfa að fara að sofa því ég þarf að vakna daginn eftir og mæta til vinnu. En aftur á móti þegar ég þarf að vakna á morgnanna, þá er þetta allt öðruvísi, þá verð ég bara þreyttur og pirraður og leiðinlegur, og þá eru morgnarnir ekkert skemmtilegir

Þannig að ég mæli með því að fólk vaki bara alltaf fram á morgun til að njóta morgunsins. Það er hvort sem er ekkert skemmtilegt að vera vakandi á daginn...

Jæja ég er að spá í að fara að leggja mig...


Skrifað klukkan 03:27 |