fimmtudagur, maí 19, 2005
Apótek; Lyf & heilsa, Apótekarinn, Lyf & heilsaÉg var í Mjóddinni áðan og fór allt í einu að spá í einu sem ég hef spáð í áður, það eru þrjú apótek í Mjóddinni, hvað er það... nennir fólk ekki að labba svona 10 skrefum meira.
Bloggleysi mitt hefur stafað vegna mikillar vinnu. Ég var að vinna í "gær" veit ekki alveg hvernig ég á að skilgreina þetta þar sem að orðið "dagur" er frekar afstætt þessa vikuna. En já ég var að vinna í gær frá klukkan 4 á þriðjudaginn til klukkan hálfníu á miðvikudagsmorguninn, svo var ég að vinna frá miðvikudeginum klukkan 6 til klukkan hálf sjö í morgun, samtals 29 tímar á tveim "dögum". En það verður bara önnur hver vika svona í sumar, vonandi samt ekki svona rosaleg, en aðal ástæðan fyrir því að það er svona mikið að gera er að það er Eurovision um helgina og allir að panta gos og vín, og einnig eru 3 sumarstarfsmenn sem eiga eftir að koma, þannig að við erum frekar undirmönnuð. En nóg um vinnuna. Það eru sem sagt fullt af útskriftarveislum, eurovisionpartýum, afmælum og öllu um helgina, ég býst við að allir sem ég þekki eigi eftir að vera undir áhrifum bakkusar þessa helgina, eða allavega þeir sem drekka svona annað slagið.
Það var sko heldur betur tekið á því á sunnudaginn, fór í afmæli og þar bjuggum við til svona hlaup-staup, nema það að við áttum engin staup og settum svo einn og hálfan bolla af vodka á móti einum bolla af vatni. Svo fundum við kökuform og helltum öllu í og beint inn í frysti. Svo var þetta bara tekið út og hakkað í sig með skeið og get ég sagt að það er langt síðan ég hef verið jafn skrautlegur... segi ekkert meira um það. Mánudagurinn var tekinn í góðri
þynnku!!!! alveg hreint viðbjóður.
En jæja ég ætla að fara að klára það sem ég þarf að gera og fara svo að vinna
bæ
Skrifað klukkan 14:36 |