mánudagur, apríl 04, 2005
Sveitt hóraÉg er búinn að vera í einhverjum blog-makeover eins og sveitt hóra síðastliðin sólarhring. Fékk svona kast og missti mig í einhverju rugli... En það var afmæli hjá Steina á laugardaginn, og það kemur svo sem ekkert á óvart, það eru afmæli aðrahverja helgi... En hins vegar það sem er gaman að segja frá að í þessu afmæli byrjaði ég með svona ljótukeppni og fékk fólk til þess að gera sig eins ljót og þau gátu án þess að nota hendur... Svo tók ég mynd og ætla ég jafnvel að búa til könnun hérna seinna í kvöld eða á morgun um það hver sé ljótastur 2005 og að sjálfsögðu er ég einn þátttakenda. Svo er líka gaman að segja frá því að Steini Sunde tók Frank the Tank og gestir og gangandi fögnuðu grimmt. Fólk missti sig einnig í þessu afmæli með því að sleikja hvorn annan og hef ég sjaldan ef ekki aldrei verið með jafn mikið slef framan í mér... Rauðan varalit (eftir lolluna) og ég veit ekki hvað og hvað. Gaurinn sem var með Kristu inn í tjaldi á Eldborg skuldar mér afsökunarbeiðni fyrir að hafa ýtt í mig, Krista þú kannski segir honum að hringja... og svo er ég aðsjálfsögðu á fullu í atvinnuleit, því ég er bara farinn að hafa gaman af þessu og stefni að því að hafa sótt um hjá að minnsta kosti 238 fyrirtækjum í lok vikunnar....
Þetta er það sem er að frétta og ekki að frétta, því þetta eru jú nú engar fréttir...
Ég segi bless
Skrifað klukkan 20:37 |