sunnudagur, mars 13, 2005
Þynnka.is
OJJJ ég hata svona daga sem maður þarf að halda sér öllum við til þess að einfaldlega gubba ekki... Hausinn er að springa og ég er með 300 kóngulær í maganum sem eru að hlaupa. Klukkan er orðin 4 og ég er ennþá í rúminu að bíða eftir því að einhver vorkenni mér.
Það var samt alveg gaman í gær... Við byrjuðum heima hjá mér í nýja partípleisinu, og svo bættist alltaf í hópinn og endaði það með því að við vorum um 10 held ég, sem er alveg slatti, því fyrir þá sem ekki vita þá er nýja partípleisið herbergið mitt. En það er nú alveg 10 fermetrar og fyrir góða stærðfræðispekinga eins og mig þá var alveg fermeter á mann... (samt miðað við að herbergið væri tómt en ég nenni ekki meiri stærðfræði í dag)
Fyrsti dagurinn í nýju vinnunni minni var í gær. Hann byrjaði frekar svona týpískur, ég var geðveikt lítill í mér og vissi ekki neitt... Þetta var þannig að ég keyrði upp á Rauðavatn þar sem nýja prentsmiðja Morgunblaðsins er. Það var allt læst og enginn sjáanlegur. En það var þó dyrabjalla og ég dinglaði. Mér var hleypt inn, en þegar ég var kominn inn sá ég engann. Og fyrir framan mig voru tvær hurðir báðar læstar. Ég beið þarna í smá tíma og enginn kom þannig að ég prófaði að opna hurðirnar, önnur var þá bara læst, þannig að ég labbaði inn um hina. Þar var stigagangur og ég fór upp á aðra hæð, þar var kaffistofa og einhverjar vélar, og ENGINN sjáanlegur (þetta var svona eins og í leiknum Halflife fyrir þá sem vita hvaða leikur það er) ég fór þá upp á næstu hæð, en þar var bara loftræstihurð og eitthvað, þannig að ég fór bara aftur á fyrstu hæðina, mér var ekkert vel við að labba bara út um allt þetta hús. Það kom enginn og þetta gekk svona í c.a 10 mínútur þar til loksins einhver kom og var hissa yfir því hvernig ég komst inn... ég sagðist bara hafa dinglað.
Ég var að henda inn myndum, og endilega skiljið eftir komment aularnir ykkar...
Skrifað klukkan 16:01 |