canEdit = new Array();


þriðjudagur, mars 29, 2005

Rauður

Þetta páskafrí er að gera mig geðveikann. Ekki skil ég fólk sem getur hangið heima hjá sér allan daginn og vera ekki að vinna eða ekki í skóla. Þetta er hrikalegt ástand. Ég vakna klukkan 2. á daginn og legg mig svo seinnipart, ég er pirraður allan daginn og er að missa mig. Á morgun byrjar skólinn, ég er að spá í að hætta í honum sem fyrst og fara út á vinnumarkaðinn. Ef ég fer að vinna í um það bil ár, þá get ég m.a. borgað skuldir, keypt mér nýjann bíl, farið til útlanda, hætt að spara eins og ég veit ekki hvað, og safnað mér pening. Síðan eftir ár, þá get ég farið í frekara nám, hvort sem það verður hér heima eða erlendis. Svo er það auðvitað tónlistarskólinn í haust, þ.e.a.s. ef ég kemst inn, sem ég vona.



Skrifað klukkan 19:20 |