laugardagur, mars 05, 2005
NEI SKO...Ég ætlaði að blogga en svo fattaði að ég nennti því ekki... Ég er í vinnunni í kaffi og er að verða búinn. Lífið er ágætt og gengur sinn vanagang. Ég er farinn að hlakka til einhvers sem ég veit ekki hvað er. Er eitthvað hægt að útskýra það? Ég finn á mér að það sé eitthvað skemmtilegt framundan, einhver útlandaferð eða eitthvað, er ekki alveg viss, og ég er farinn að hlakka til. Kannski er það bara að það styttist í að skólinn sé búinn, og þá verð ég sko endanlega hættur í Borgarholtsskóla og endanlega hættur í nemendaráði Borgarholtsskóla, enda finnst mér ég orðinn full gamall í þetta.
Jæja verð að hætta er að fara að sækja um vinnur...
Skrifað klukkan 16:01 |