canEdit = new Array();


sunnudagur, mars 27, 2005

Gulur

Já það er sko mikið búið að gerast síðan síðast. Við unnum Gettu betur LOKSINS, áttum að vera löngu búin að því. Svo eftir Gettu betur var farið í partý heim til Steina og ég hef aldrei séð jafn marga inn í jafn lítilli íbúð, við vorum um 80 manns í þriggja herbergja íbúð. Svo var farið í bæinn, fyrst á Gaukinn og svo á Prikið og m.a. dansað upp á borðum og læti. Svo var farið á fyllerí í gær. Ég og Arna byrjuðum hérna heima og settum okkur það markmið að enda alveg mökkuð, og stóðum við við það, og svo fórum við í partý á hóteli niðrí bæ og ég drakk í fyrsta skipti úr trekt... það var svona frekar fyndið. En það sem stóð uppúr kvöldinu í gær, var klárlega þegar ég bað Birtu (Þóru) í Stundinni okkar að taka Hip hop dansinn fræga.... Og eftir smá samningsviðræður lét hún undan og gerði hann betri en nokkru sinni fyrr... En Siggi missti af því þannig að við báðum hana um að gera hann aftur stuttu seinna sem hún gerði svo. Hiip hoop ans... Þetta var eitt svona golden moment sem hefði átt að festa á filmu, en ég var því miður ekki með myndavélina mína, en hins vegar var ég með hana gettu betur kvöldið og tók um 250 myndir sem ég set inn við tækifæri...

Gleðilega páska... mig langar út úr bænum...


Skrifað klukkan 15:44 |