föstudagur, mars 18, 2005
Þá er allt brjálæðið runnið á enda og páskafríið tekur viðÚff... það er sko búið að vera mikið um að vera í mínu lífi upp á síðkastið, þetta er fyrsti dagurinn sem ég get bara sest niður án þess að þurfa að hugsa um (næstum) því ekki neitt... Það er ekkert smá ljúft. En þessi "dauði" tími endist ekkert mikið lengur þar sem ég þarf að fara að vinna hjá mogganum í nótt og svo Adidas í fyrramálið og allan daginn, og svo afmæli hjá Ernu annað kvöld og svo vinna á sunnudaginn. EN á mánudaginn byrjar svo ljúfa lífið aftur.
Það er bara allt að gerast, einn daginn fær maður enga vinnu, en svo getur maður allt í einu valið úr... Mér finnst það frekar fyndið, og skil ég ekki fólk (aumingja) sem lifa á atvinnuleysisbætum í sjálfsvorkunn, ef þú ætlar þér að fá vinnu, þá færðu vinnu á endanum.
Ég var að breyta lúkkinu á síðunni, ég hata (í augnablikinu) svona dökkt lúkk, það er eitthvað svo þunglyndislegt, og með hækkandi sól er ótrúlegt að sjá hvernig fólk breytist. Það eru allir einhvernveginn að koma út úr skammdegisþunglyndinu og finnur maður alveg breytingu, bæði hjá sjálfum sér og öðrum, ég tala nú ekki um þegar það er sól eins og í dag. Þannig að vorið nálgast og þar af leiðandi sumarið...
Ég get ekki beðið
Skrifað klukkan 16:56 |