canEdit = new Array();


miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Mér langar í Devitos...
Ég er alveg að deyja mig langar svo í devitos pizzu. Hafiði ekki fengið svona, að ykkur langi í eitthvað og þið hættið ekki að hugsa um það fyrr en þið fáið það?... En já svo verð ég að koma því á framfæri að Siggi var að borða hamborgara frá einum tilteknum skyndibitastað, ég vill ekki nefna hann á nafn því að það er frekar neikvætt og ekki vill ég vera að tala niðrandi um þennan stað, en allavega þá erum við að éta þarna burger, uppí skóla og svo spítir siggi allt í einu út úr sér ........ NAGLA.... hahaha það var frekar fyndið, þetta var sko nagli með svona hvítu plasti á til þess að festa snúrur, en já þetta var bara í miðjum hamborgaranum hans.. hann hélt að þetta væri bara hart beikon fyrst, en svo var ekki...

Ég er að spá í að fara að fá mér lasagne, en hugsa um að það sé devitos, enda hef ég ekki efni á devitos þar sem að ég fékk um 30.000 útborgað en reikninga upp á 50.000, hvað gera bændur þá? uuuuu.... hækka yfirdráttin það er það eina sem virkar í stöðunni. Annars var ég að bóka ferð áðan til Krítar í sumar, 8. ágúst í tvær vikur, fyrir útskrifarhópinn og það kostar hvorki meira né minna en 63.500 á mannin sem er náttla bara gjafverð, þannig að ef ykkur langar í útskriftarferðina með Borgó (og eruð í Borgó) endilega komið með því þetta verður ódauðleg ferð...

Ég segi þetta gott í bili og er farinn að leggja höfuðið í bleyti í sambandi við þetta nám sem ég er í...

Einar segir BlEsS


Skrifað klukkan 20:32 |