canEdit = new Array();


sunnudagur, febrúar 13, 2005

Mér langar aldrei að vera fulli leiðinlegi gaurinn

Já góðan daginn gott fólk. Ég skellti mér á tónleika með Hjálmum á föstudagskvöldið ásamt Sigga, Ragga og Kristu. Ég var á bíl, sem að fylgir þessu átaki sem ég er að byrja í. Tónleikarnir voru alveg 5 stjörnu, og voru nokkrir meðlimir úr hljómsveitinni Jagúar með, sem gerði þetta mun flottara og betra. Það sem ég hins vegar tók eftir þetta kvöld var hvað margt fólk er pirrandi og leiðinlegt þegar það er fullt. Ég stóð þarna upp við vegg eiginlega alveg við sviðið og er bara að hlusta á tónlistina. Þá stendur einn svona rúmlega þrítugur gaur í jakkafötum fyrir framan mig og með viskíglas í annari og svo stendur hann svo nálægt mér að ég sé ekki neitt. Svo er hann svo fullur að hann fer að styðja sig við mig, en hann fattar ekki að ég er upp við vegg, þannig að ég get ekki bakkað og þar af leiðandi er hann að kremja mig, ég er orðinn alveg nett pirraður á þessum gaur, þegar hann fer að reyna við einhverjar stelpur (sem var ekki að ganga) og ég losna við hann eitt andartak. Þá lít ég aðeins til hliðar og sé rúmlega fertugan svona white trash gaur vera að tala e-ð við Samma í Jagúar uppá sviðinu. Sammi þurfti alltaf að ýta honum svona niður af sviðinu til þess að geta spilað. Svo gengur þetta svona áfram þar til að lagið er búið, þá tekur þessi maður konuna sína með sér (sem var ógeðslega sjúskuð á sama aldri og hann) og ætla þau upp á svið. Sammi sagði bara nei, og þá heyri ég loks hvað maðurinn er að biðja um. Hann segir: Hún VERÐUR að fá að segja HÆ við þá. Hélt hann virkilega að þau fengju að fara upp á svið á miðjum tónleikum að heilsa öllum 15 sem voru á sviðinu...

Ég var að verða geðveikur á þessu fólki þarna, þá fara það eitthvað að dansa eins og þau hafi verið að losna úr hjólastól eða e-ð og kellingin byrjar að öskra. Þau fara loksins og ég varð mjög ánægður, en þá kemur hinn gaurinn aftur sem var mest pirrandi. Hann fer aftur að vera þarna fyrir og reyna við stelpur.

Þetta fólk hefur pottþétt ekki verið þarna til að hlusta á tónlistina, þetta var örugglega svona fólk sem að fer bara á Nasa til að djamma um helgar, og er alveg sama hver er að spila...

En tónleikarnir voru eðall... Svo svaf ég af mér laugardagskvöldið, (enda í pásu í drykkjunni)


Skrifað klukkan 13:33 |