miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Hvenær breytist eitthvað?
Mig þyrstir í tilbreytingu við hversdagsleikann. Ég tel það vera ástæðuna fyrir leti minni. Ég er alveg óendanlega latur þessa dagana, að stundum nenni ég ekki einu sinni að borða, og ekki má ég nú við því. En ég stefni að því að í næstu viku þá bæti ég þetta. Strax á mánudagsmorgun mun ég vakna klukkan 8, kannski, (ef ég segi mig ekki úr enn einu faginu) og byrja að éta eins og svín, og kannski bara kíkja í ræktina og svona.
Jess stíflan í hægri nösinni minni var að losna í þessum skrifuðu orðum. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég með stíflu dauðans og búinn að vera með hana uppá síðkastið. Það var geðveikt fyndið að í gær ætlaði ég að hvísla eitthvað, og þegar ég byrjaði, þá heyrðist ekkert í mér, bara eitthvað svona suð.
Andri ég held þú hafir smitað mig hingað heim.
jæja ég er farinn í sturtu, er að fara á ball... ég er að fara á ball...
Skrifað klukkan 19:48 |