fimmtudagur, janúar 20, 2005
Það var mjög fyndið, að þegar ég var að fara inn á blogger.com, þá skrifaði ég bloggari.com... mér fannst það allavega soldið sniðugt.
Ég er að fara að fá mér I-pod spilara, reyndar bara miniútgáfuna, en ég held að það sé alveg nóg fyrir mig allavega. Siggi, Raggi, Steini og Steini eru að fara til London á morgun og læt ég bara Sigga kaupa hann, þannig að Andri þetta var miklu einfaldari leið.
Ég er þannig núna þessa dagana að ég nenni voðalega fáu. Ég er latari en allt sem latt er. Ég hef aldrei verið svona, ég hef alltaf gert það sem ég þarf að gera, en núna nenni ég bara engu. Ég hef ekki hugmynd afhverju þetta er. Mér er einhvernvegin alveg sama um allt og alla. En já, ég vona bara að þetta breytist sem fyrst...
Ég er farinn að sofa... (enda þarf ég ekki að gera neitt þá)
Skrifað klukkan 23:29 |