sunnudagur, janúar 30, 2005
Það var glatt á hjalla í gær, en ekki eins gaman í dag...
...eins og alltaf á sunnudögum.
Við fórum í gær að kveðja Logafoldina... Logafold 80, R.I.P.
Og sötruðum öl í síðasta skipti á þeim bænum, já ég veit að þetta er sorglegt.. Nei nei ég segi svona, (samt pínu) svo fórum við í bæinn um þrjú leytið og Steini Roses keyrði bílinn minn og vorum við 7 þannig að það fóru bara tveir í skottið. Þ.e. Burkus og Siggi, svo fórum við á Prikið og máluðum staðinn rauðann. Svo þegar haldið var heim á leið um 6 leytið þá lét ég sko valta yfir mig. Á mínum eigin bíl var mér troðið í skottið ásamt Ölmu. Það var samt alveg kósí, en samt ekki. Ég átti náttla klárlega að vera shotgunið, en ég einhvernvegin lét traðka á mér á skítugum skónum. Svo fórum við að taka bensín og þá heyri ég kallað:
Einar, ertu með pening, við erum að taka bensín? Ég var alveg með pening, en ég hélt nú ekki að borga bensín á mínum eigin bíl meðan ég var í skottinu. Hefði samt gert það ef ég hefði verið fram í, því ég er ekki að stunda það að láta fólk borga í bensín á bílnum mínum.
En já þetta var klassa kvöld og ég er að fara í leikhús á eftir.
Skrifað klukkan 17:57 |