þriðjudagur, janúar 11, 2005
Skyr.is og banani
Ég sit hérna inn í herberginu mínu, er að hlusta á skemmtilega tóna og borða skyr.is og banana. Ég er kominn með endanlega stundatöflu núna og er hún alveg þrælgóð. Ég mæti ekki fyrr en hálf þrjú á þriðjudögum og að öllum líkindum ef ég næ að fá smá breytingum framgengt verð ég ekki í skólanum á föstudögum. Í kvöld hef ég verið að læra heima og í þetta skipti finnst mér gaman að læra heima. Svo er aldrei að vita nema ég fari bara að lesa Sögu Listarinnar á eftir. Samt ráðlagði kennarinn okkur að lesa ekki listasögu fyrir svefninn því það væri svo svæfandi, en ég ætla samt sem áður að láta reyna á það.
Næstkomandi laugardagskvöld mun ég fara í 20 ára og 36 daga afmælið hans Haffa og var mér boðið með alveg snilldarlegu afmælisboðskorti. Eitt af þeim flottari.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni
Einar kveður
Skrifað klukkan 23:00 |