sunnudagur, janúar 16, 2005
Hej ali hopa...
...í gær vaknaði ég snemma og fór í ferðalag. Ég fór uppí Kópavog.
En það var ekki ferðalagið. Ég fór svo í kringluna og svo niðrí Adidas umboð, og svo út úr bænum. Ég keyrði eftir þjóðvegi 1. og beygði út á annan veg, til vinstri rétt áður en maður kemur á Selfoss. En þá tók önnur saga við. Færðin var búin að vera alveg þokkaleg, en þegar hér er komið við sögu, tók við ísilagður vegur. Það var ís frá þjóðvegi 1. og alveg að Gullfossi og Geysi. Ég fór sem sagt á þessa tvo staði. Ég var með útlending innanborðs, frá Svíþjóð. Það var óþægileg tilfinning þegar bíllinn minn gerði eitthvað annað en ég vildi að hann mundi gera, einhvernveginn eins og hann vildi fara eitthvert annað og ég fengi engu um það ráðið...
Svo eftir langa ferð, komum við við á leiðinni tilbaka á Eldhestum og fórum í smá reiðtúr. Það var gaman, nema það að stundum þá skoppaði ég soldið mikið á hestinum og er það mjög líklega ástæðan fyrir dúndrandi bakverknum sem ég fékk um kvöldið. Það var líka frekar fyndið þegar Svíinn datt af hestinum...
Svo var ekkert annað að gera heldur en að bruna í bæinn aftur og var þá ekki mikill tími sem ég hafði til þess að koma mér í kokteilboðið niðrí í Adidas umboði, en það hafðist þó. Svo eftir smá tíma þar og nokkra bjóra, þá hélt ég, Linda og Andri í afmæli til Haffa. Þar var margt um manninn og skemmtileg stemming, en það sem stendur upp úr því kvöldi var það þegar að Erna Björk ætlaði að setja hárlakk í hárið á sér til þess að halda því, en þá fattaði hún að þetta var háreyðingakrem, þá var ekkert annað en að skola það úr hárinu hennar og eftir það greip hún víst í einhverja svona froðu, en þá var það raksápa.... hahahehe það var mjög fyndið þegar maður fékk að heyra þessa sögu. Svo var ekkert annað að gera en að halda í bæinn og ætlaði ég svo að skemmta mér, en því miður varð ekkert úr því að sökum hausverks og slappleika, (ekki áfengisveiki, ofurölvun né neitt slíkt) ég var einfaldlega við það að verða veikur og er þess vegna búinn að taka því rólega í dag og slappa af, enda er ég allur að koma til...
jæja þetta var afdrifarík helgi...
Einar
Skrifað klukkan 19:26 |