föstudagur, janúar 14, 2005
Þá er kominn föstudagur
Ég mætti í einn tíma í dag sem var ágætt. Ég var vel sofinn því ég sofnaði klukkan 7 í gærkvöldi og mætti ekki í skólann fyrr en rúmlega 11... Ágætur svefn þar á ferð. Svo fór ég með Örnu í bæinn í dag og við sáum meðal annars einn þátttakanda í Idolinu. það var þarna strákurinn, hann var alveg þvílíkt meikaður. En allavega þá kíktum við einnig á ferðaskrifstofur, því ég hef tekið það að mér að skipuleggja útskriftarferð Borgarholtsskóla sumarið 2005. Ég fæ tilboð send fljótlega eftir helgi og þá fer allt á fullt með þetta. Svo er einnig Gettu betur að byrja. Fyrsta umferðin búin, við unnum MA og svo þarf bara að vinna næstu umferð og þá erum við komin í sjónvarpið og þá fyrst fer þetta að verða skemmtilegt.
Mér persónulega finnst blogg skrif mín þessa dagana alveg hundleiðinleg þannig að ég er hættur í bili. Ég bíð bara þangað til þessi leiðinlega ritstýfla hættir
Yfir og út
Skrifað klukkan 19:38 |