föstudagur, janúar 28, 2005
Það er föstudagur í dag... sem er alveg frekar skemmtilegt, því ég er í fríi um helgina... En þar sem að ég hrjáist af minnisleysi þá hef ég ákveðið að gera smá æfingu núna. Ég ætla að rifja upp einhver gömul moment og athuga hversu vel gengur. Hérna kemur þetta...
Þetta er ég og bróðir minn í fyrsta skipti sem ég fór til útlanda, árið 1991, þetta er á Spáni og ég var mjög hræddur við þennan Mexíkana, enda var hann búinn að skjóta úr byssum og allt... Þessi ferð var rosaleg, en það sem stendur uppúr var að ég drukknaði næstum því, því ég var að stelast á vindsængina í sundlauginni án þess að vera með kút, en svo skaust vindsængin undan mér og ég var ósyndur og komst ekki neitt og fór bara á kaf... Svo var loksins hjálpað mér eftir heila eilífð...
Þetta er eins og flestir vita Jón Bjarki... Hann flutti í blokkina mina í 6-bekk og við urðum vinir, allt gott með það að segja..
Þetta er í einhverju "partýi" sem ég hélt í 10-bekk... Hehe allir eitthvað nýbyrjaðir að drekka og svona... Þetta er einmitt sama kvöld og Raggi fór í sturtu hjá Jón Bjarka því það átti víst að flýta fyrir því að láta renna af sér.. Þetta er um það leyti sem maður þurfti að vera búinn að láta renna af sér fyrir miðnætti og byrja að drekka klukkan 7.
Arna og Guðbjörg í partýi hjá Anítu. Það voru nú ófá partýin þar. Og man ég vel eftir einu sinni þegar að löggan kom á staðinn og fólk var svo hrætt við lögguna að sumir voru næstum því búnir að hoppa fram af svölunum, þetta var samt bara á annarri hæð þannig að það var nú ekkert stór mál. En já í þessu partýi fór ég ekki heim um nóttina og það varð allt crazy hérna heima... Þetta er líka í 10-bekk.
Erna Björk að stinga sér í sundlaugina í snilldarferðinni okkar til Krítar. Fyrir þá sem ekki vita þá er hún Erna snilldar sundkappi og hefur gert þær ófáar dýfurnar...
Þarna erum við á ösnunum sem við fórum á. Guðbjörg trylltist og skalf öll og grenjaði og svona, því hún var svo hrædd. Við fórum niður 400 tröppur held ég og asnarnir voru alltaf að renna í skítnum og svona. Það var frekar scary.
Steinþór að stinga sér. Þessi laug var rosaleg, m.a. var sett íslandsmet í sundferðum á milli bakkanna, man samt ekki alveg hvað það voru margar ferðir 1000 eða 100 eða e-ð.
Sumir voru meira með olíu í sólinni en aðrir. Og sumir voru líka búnir að fara í ljós fyrir ferðina en neituðu fyrir það... Það er bara þannig.
Svo er það auðvitað dimmiteringin mín. Það var ROSALEGUR dagur. Við vorum öll Garfield og þetta er sem sagt klukkan 7 um morguninn rétt áður en fyrsti bjórinn var opnaður...
En þetta hjálpaði mér aðeins í þessu minnisleysi mínu og vona ég að þið hafið haft gaman af, einnig er hægt að kíkja á fleiri myndir hér og líka til hliðar...
ps. ég er búinn að taka myndirnar út úr þessu bloggi því það var alltaf allt svo hægt... en þær eru samt enn til í albúminu
Einar kveður að sinni...
Skrifað klukkan 17:40 |