canEdit = new Array();


fimmtudagur, janúar 06, 2005

Danska 102... hvað er það?

Ég er búinn að setja inn nokkrar myndir, en því miður voru þetta færri myndir en ég hélt. Það eru reyndar nokkur video sem ég tók og væri gaman að geta skellt þeim inn, ég bara veit ekki hvort það sé hægt, eða hvernig maður gerir það, þannig að ef einhver kann það þá væri ágætt að fá smá hjálp.
Ég er búinn að ná í stundatöfluna og var hún frekar fyndin. Ég var sko skráður á listnámsbrautina en áfangarnir sem voru í töflunni voru danska 102 (hægferð), enska 102 (hægferð), íslenska 102 (hægferð) o.s.frvs. hehe frekar fyndið þar sem að ég hef aldrei verið í hægferð og fyrir utan það að ég er orðinn stúdent og þarf ekki að fara í neitt bóklegt, enda skráði ég mig á listnámsbrautina til að fara í eitthvað af þeim áföngum. En ég vona að þetta eigi allt saman eftir að reddast... Allavega mæti ég í skólann á morgun til að tjekka á þessu. Kennsla á samt að byrja á morgun, en ég er ekki með neitt í töflunni minni þannig að ég get ekki mætt í neinn tíma.
Jæja ég er að fara að vinna eftir klukkutíma, þannig að endilega kíkið á mig í Kringluna í kvöld... það væri nú ágætt...
Later


Skrifað klukkan 16:51 |