canEdit = new Array();


mánudagur, janúar 17, 2005

ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ

Ég var í skólanum í dag frá 8 - 18, ég ætti að vera á launum... Það er bara allt að gerast og er það eitthvað sem ég hata ekki, þá þarf maður að pússla öllu saman og er ég ávallt með minnisblað í rassvasanum. Ef þú rífur eitthvað uppúr rassvasanum á mér þá geturu fullvissað þig um að það sé minnisblaðið mitt. Pabbi minn ætlar að halda upp á heljarinnar veislu næstu helgi, kallinn er bara orðinn fimmtugur en lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 35 ára. Svo þann sama dag er einmitt Morfís og verð ég nú að sjá þann leik þannig að það er spurning um hvort maður fái að skreppa örlítið fyrr úr vinnunni... (enda afmælið um kvöldið) Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma Gettu betur á miðvikudaginn, aðalleikurinn, sem á að sjálfsögðu ekki heima í útvarpinu. Eftir það er víst bjórkvöld á vegum, hmmm... alltíalagiþá, á vegum bændaskólans á Hvanneyri... og er það á einhverjum stað í sveitinni, er ekki alveg viss hvar, en þið vitið það auðvitað. Svo er á döfinni hjá NFBHS ball, já þið lásuð rétt, og er það á öskudaginn, 9 febrúar og er aldrei að vita nema það verði bara grímuball...
Já það er sko allt að gerast og ótrúlegt en satt þá eru bara þrír stjórnarmeðlimir í stjórn eins og er, og ein úti í útlöndum, en hún er víst að koma þannig að það er nú ágætt, enda nóg að gera undanfarna daga fyrir tvær og hálfa manneskju í stjórninni.

En nóg um skólann minn í bili... myndirnar síðan um helgina eru komnar inn... jibbí

Einar kveður


Skrifað klukkan 19:43 |