fimmtudagur, desember 30, 2004
Árið 2004 er að enda
Mér finnst þessi tími alltaf einhvernveginn bæði skemmtilegur og leiðinlegur. Mér finnst ekki hægt að fagna nýju ári, ár eftir ár. Fagna því að maður sé að verða ári eldri. Sérstaklega þegar maður er orðinn eldri... þá er maður að fagna því að það sé styttra þangað til maður deyji... þetta er bara svona mín upplifun á áramótunum. Svo er heldur yfirleitt ekkert skemmtilegt á áramótunum. Fólk bíður eftir þeim með þvílíkar væntingar um skemmtilegt kvöld en svo endar það langoftast með því að kvöldið sé ekkert skemmtilegt. Það er skemmtilegast frá 6 til tólf þegar maður er heima með fjölskyldunni sinni. En ég vona að það verði breyting á á morgun. Ég vill að þetta kvöld verði sem skemmtilegast og ætla ég að gera það skemmtilegt þó svo það stefni í að verða leiðinlegt. Samt finnst mér áramótin eitthvað svo sorgleg... Ég vill ekki að það komi alltaf nýtt ár, mér finnst bara ágætt að hafa það eins og það er í dag.
En árið 2004 hefur svo sannarlega verið skemmtilegt en samt mjög erfitt líka, en samt fannst mér árið 2003 skemmtilegra held ég. Árið byrjaði eiginlega á ferð minni til Frakklands með frönsku 503, þó svo að sú ferð hafi ekki verið fyrr en í febrúar þá snérist samt allur janúar um hana. Því næst kom ekki eins skemmtilegur tími. Þið vitið öll hvað ég er að tala um, en það gekk reyndar vel og er ekki hægt að þakka nóg fyrir það. Þetta var erfitt í fyrstu, en gott er að eiga góða að og sannaðist það á þessum tíma. Eitt orð sem kemur upp í hausinn á mér um þessa manneskju og er það Hetja. Jæja, þessi tími fylgdi reyndar hálfu árinu en ég ætla ekkert frekar að fara út í það.
Næst á dagskrá er dimmiteringin. Úfff.... það var ROSALEGT, einn skemmtilegasti dagur ársins. Vaknað eldsnemma og farið að drekka... ég var svona nokkuð "léttur" þegar ég fór uppí skóla og m.a brotnaði sviðið vegna of margra Garfield-a.. svo fórum við niður í bæ og ég sofnaði bak við Vídalín og ég veit ekki hvað og hvað... Snilldar dagur.
Svo hægt og rólega kom sumarið. Ég breytti til og vann í Banka. Það var fínt. Svo komu Eyjar. Það var SVO gaman, og skil ég ekki fólk sem finnst ekki gaman í eyjum. Það var spáð brjáluðu veðri og hættu mestu aumingjarnir við en svo kom í ljós að það var bara finasta veður, sól á milli og ekki rok. Skemmtileg ferð í alla staði. Jói Fjalar hösslaði Bandaríkjamann, Eva missti af Brekkusöngnum vegna ofurölvunar, Sumir riðu sumum og byrjuðu seinna saman, og ég veit ekki hvað og hvað.
Svo byrjaði skólinn og ég fór á JAMES BROWN tónleika, sem voru mjög góðir, með skemmtilegri tónleikum sem ég hef farið á. En einnig fór ég á Metallica og Prodigy tónleika á árinu. Svo endaði árið eiginlega á því að ég var bara að reyna bara að ná öllum einginunum í skólanum og á endanum verða Stúdent, sem, jú, hafðist og var slegið til heljarinnar veislu 18. des og skemmti ég mér örugglega manna mest.
Gott ár, gott kvöld í kvöld, og ég vona að það verði gott kvöld á morgun...
Bless og takk fyrir allt...
Einar
Skrifað klukkan 20:08 |