canEdit = new Array();


mánudagur, desember 06, 2004

Hvað segir þú í dag Hlöðver grís?
ég vaknaði í morgun klukkan 11 og fattaði það að ég væri að fara á hlaðborð á Lækjarbrekku klukkan hálf 12... Það var sko gaman get ég sagt ykkur. En svo eftir þá ferð ákvað ég að skella mér í Smáralindina, EINN, og kíkti á Ragga sem var að fá vinnu í útilíf, og stóð hann sig bara ágætlega kallinn. Afgreiddi samt eina konu meðan að ég var þarna og hann náði reyndar ekki að selja henni skóna, en við vonum bara að þetta komi hjá honum... Svo labbaði ég einn hring til að leita af Steina roses, hann var víst að vinna í ogvodafone þarna, hann á nebbla afmæli í dag. En ég fann hann ekki. Þannig að ég hélt ferð minni bara heim...

Ég var að velta fyrir mér að það er ekki hægt að skrifa hljóðið sem svín gefa frá sér... að hrína, það er bara asnalegt... haha asnalegt, nei það er svínslegt... okey allavega það sem ég átti við var að það passar ekki alveg, það er ekki eins hljóð. Það er rosalega erfitt að skrifa svínshljóð. ég mundi allavega skrifa það svona: sgcrho.. Tjáið ykkur um þetta málefni hér fyrir neðan... Ég er farinn að lesa önnur blogg núna, bless


Skrifað klukkan 01:03 |