miðvikudagur, desember 08, 2004
Hér kemur svarið við spurningu minni
a) fyrst þarf að hita ísinn úr -4°C í 0°C. Eðlisvarmi íss er 2100 J/kg°C, það þarf því 2100 J til að hita hvert kg um eina gráðu. Varmaorkan reiknast því samkvæmt:
4 kg x 2100 J/kg°C x 4°C = 33.600 J
b) næst er að reikna út orkuna sem þarf til að bræða ísinn. Bræðsluvarmi íss er 334.000 J/kg, massinn er enn 4 kg. Bræðsluorkan fæst samkvæmt:
4 kg x 334.000 J/kg = 1.336.000 J
c) loks þarf að reikna út þá orku sem fer í að hita vatnið úr 0°C í 10°C. Massinn er enn 4 kg, eðlisvarmi vatns er 4200 J/kg°C og hitabreytingin er 10°C.
4 kg x 4200 J/kg°C x 10°C = 168.000 J
d) til að fá heildarorku þá þarf aðeins að leggja saman útkomurnar úr öllum liðunum:
33.600 J + 1.336.000 J + 168.000 J =
1.537.600 J
Þar hafið þið það. Ég er búinn að finna út snilldarlausn til að geta verið í tölvunni og að læra á sama tíma og það er að blogga bara um það sem maður er að læra. En það er aftur á móti spurning hvort það sé skemmtileg lesning, ég efast stórlega um það. Ég er búinn að vera með hausverk í allan dag sem hefur komið í veg fyrir mikinn lærdóm eins og ég hefði ætlað mér, þannig að málið er bara að spíta í lófana núna og læra það sem eftir er. Ég var líka andvaka til 4 í nótt, og fékk alveg snilldarhugmyndir um ýmislegt...
Ég er farinn að reikna meiri eðlisfræði...
Skrifað klukkan 19:59 |