þriðjudagur, desember 21, 2004
Þá er ég loksins búinn að...
...henda þessum myndum inn. Ég þurfti að búa til nýtt albúm þar sem að hitt var orðið fullt. Setti bæði inn myndir frá afmæli Sonjay Wilson ásamt myndum frá útskriftardæminu. Þetta var svo mikið af myndum þannig að ég var orðinn frekar þreyttur á að setja þær inn og ef það er ekki mynd af þér þá er það ekkert persónulegt. Það er einn maður sem er örugglega á fleiri en einni mynd og er það Steini mark. Veit ekki alveg afhverju, en hann er eiginlega á öllum myndunum. Sonja var myndatökumaðurinn minn þetta kvöld þannig að ég veit ekki alveg hvort hann sé sjúkur í hana, eða hún í hann... Eða bara hann sjúkur í að láta taka myndir af sér. Þetta eru miklar vangaveltur og ég er bara held ég farinn að sofa...
Góða nótt
Skrifað klukkan 02:25 |