föstudagur, nóvember 05, 2004
Já ég er nú aldeilis hræddur um það
Ég var á 50's "balli" í gær, og var bara heldur betur góð stemming, eða allavega fyrir þá sem var ekki hennt út né komust ekki inn. Ég var allavega ekki einn af þeim þó svo að ég hafi nú ekkert verið edrú, en sumir kunna bara greinilega ekki að fela það, eða eru of áberandi fullir. Skólastjórnin á samt EKKI hrós skilið fyrir sinn þátt í jörfagleðinni, þar sem að þetta var eins og grunnskólaball í reglum, auk þess að Bryndís aðst.skólastjóri og Óli skóli fóru inn í stofur í gær og bókstaflega drápu niður alla stemmingu sem við vorum búin að mynda fyrir þennan atburð. Þau gerðu nemendurna að einhverjum glæpamönnum með því að segja að ef þau mundu fá sér í glas væri bara hringt í foreldra (fyrir þá yngri) Og voru sniglarnir (þeir sem voru í gæslunni) heldur ekki að vinna neitt frábært starf og er ég MJÖG óánægður með þeirra störf, þar sem þeir voru mjög dónalegir í garð nemenda og ófagmannalegir í verkum. fyrir 250 manna dansleik er alveg
fáránlegt að þurfa 20 manns í gæslu, á móti 17 manns á um 600 manna dansleik. Jörfagleðin fór mjög friðsamlega fram og voru skólastjórnendur búnir að ákveða fyrirfram að eitthvað slæmt mundi gerast sem er ekki gott. Ef þetta heldur svona áfram geta þau gleymt því að fólk hafi áhuga á að sækja skemmtanir hjá skólanum, því þetta er ekkert annað en neikvætt og ég hef aldrei kynnst öðru eins.
vá hvað ég varð bara að koma þessu frá mér. En þrátt fyrir þetta þá fannst mér mjög gaman, enda lennti ég ekki í neinu svona. Ég ætla að fara að henda inn myndum og þær koma hér inn á eftir...
Bless
Skrifað klukkan 18:33 |