canEdit = new Array();


mánudagur, nóvember 15, 2004


Þá blogga ég, þarf nebbla að vera að læra þannig að ég hef þetta ekki langt núna. Ég var að ákveða hversu mörgum ég býð í útskrifar- og afmælisveisluna mína og komst ég að því að það er alveg slatti... Þannig að þið sem ég býð, þið fáið að vita það þegar nær dregur. Þetta verður án efa mjög skemmtilegt og er ég svona nett farinn að hlakka til þó að það sé alveg mánuður í þetta, ég þurfti bara að ákveða þetta því mamma þarf að panta matinn og svona, svo þarf maður náttla að bjóða fólkinu og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég er búinn að finna Forrest Gump bókina sem ég er með í láni hjá Bókasafninu og var búinn að týna. Ég veit ekki hvað þetta er en ég virðist týna öllu þessa dagana. En málið er með þessa bók að ég var í rauninni ekki búinn að týna henni, heldur lét ég Steina fá hana og svo gleymdi ég því og greinilega hann líka því að ég var að leyta af henni alla helgina og í bílnum mínum, inná nemendaráðsskrifstofu, í öllum skólanum, ég var búinn að tala við Báru uppá bókasafni og allt sko og Steini vissi það alveg. Svo var ég að tala við Berglindi íslenskukennara áðan og spurði hana hvað væri gert ef maður myndi týna bók frá bókasafninu og þá kom Steini allt í einu: "Forrest Gump bókin? Ég held hún sé heima, átti ég ekki að láta Helenu fá hana" Þannig að hann var með hana allan tímann og ég búinn að leyta út um ALLT... Þannig var nú það...

En það eru aðeins tvær vikur eftir af skólanum.. Jibbí og ekki, það verður mikið að gera og það þýðir lítið um blogg.
One Flew Over the Cuckoo's Nest kallar.


Skrifað klukkan 21:04 |