sunnudagur, nóvember 21, 2004
Góðan daginn
Ég skellti mér á jólahlaðborð í gær á Lækjarbrekku með vinnunni og var það sérdeilis prýðilegt. Ég verð nú bara að segja að það vantaði samt tvær manneskjur... og þeir vita hverjir það eru ef þeir lesa þetta. Fariði nú að flýta ykkur heim!! Svo eftir jólahlaðborðið var skellt sér heim til JB og prófað singstar 2. Það er algjör snilld, lög eins og No Woman no Cry með guðinum, Build me up Buttercup, æji og fullt meira, man bara ekki meira í augnablikinu. Ég stoppaði víst ekki lengi því ég fór síðan heim að læra um klukkan hálf 2. Jæja þá ég er búinn að henda inn myndum síðan á jólahlaðborðinu hér til hliðar..
Bæ
Skrifað klukkan 13:41 |