þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Þegar allt annað er búið, þá bloggar maður
Já ég er búinn að taka til inni hjá mér, ér er búinn að horfa á sjónvarpið, ég er búinn að skoða allt á netinu, og þá er kominn tími til að blogga. Málið er bara að ég er ekki búinn að læra, og er það ástæðan fyrir því að ég er búinn að öllu hinu. Þetta er rosalegt, ég geri þetta alltaf! En já það er húfumæling á morgun uppí skóla þannig að það er eins gott að ég fari að standa mig...
Ég er mikið búinn að vera að spá í því uppá síðkastið hvernig það sé að vera örfhenntur. Þá notaru vinstri hendina eins og ég nota þá hægri. Þá er t.d gírstöngin öfugumegin, það er öðruvísi að skrifa í stílabækur, notar hnífapör jafnvel öðruvísi, skeinir sér með vinstri og svo mætti lengi telja. Eftir að ég fór að spá í þessu hef ég tekið eftir því hve margir eru örfhenntir. En stóra spurningin er, þekki ég einhvern örfenntan, sá hinn sami er beðin(n) um að segja mér það...
ég er farinn að gera eitthvað annað en að læra
Skrifað klukkan 22:47 |