mánudagur, október 25, 2004
Zoolander
Ylfa vann í könnuninni með flottustu hristuna, til hamingju með það, nú getur hún loksins hætt að kjósa sjálfa sig. Það voru alls 54 sem tóku þátt sem er alveg met þátttaka. Ylfa vann með 24 atkvæðum, eða 44% sem telst nokkuð gott. Næst á eftir henni var Helgi með 14 atkvæði eða 26% og svo Helena með 9 atkvæði, 17%.
Næst á dagskránni verður svo Zoolander könnun, vegna þess að um helgina voru allir að missa sig með zoolander pósur þannig að ég varð að koma með skoðanakönnun hver er flottasti zoolanderinn. En ég nenni því ekki núna, þannig að ég geri það bara fljótlega.
Bless
Skrifað klukkan 19:16 |