sunnudagur, október 24, 2004
Sæl og bless
Það var sko tekið á því í gær, byrjað að sötra heima hjá mér og því næst farið í tvítugsafmæli hjá Ástu og Svanhildi. Það var mjög gaman heima hjá mér og svo þegar okkur var skutlað niðrá Ölver þá sáum við hvað það var fyndið fólk sem stundaði þennan stað. Fólk sem meikaði það ekki í Idol (og við erum að tala um fólk sem komst ekki einu sinni í gegnum fyrstu prufu) og þau héldu að þau væru einhverjar stjörnur og voru að væla í þetta karokí drasl allan tíman. Svo voru hinsvegar nýbúar þarna, mjög svo skrautlegur staður. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var ekki með kortin mín né peningana mína og án þeirra kemst maður lítið, og var Ólöf svo góð að skutla mér Steina og Helenu heim til að ná í það (þau þurftu reyndar að ná í eitthvað líka) og síðan aftur niðureftir og þá voru margir farnir og þá fórum við (ég, Steini, Bjarni og Stebbi) niður í bæ og mættum engum öðrum en Baltasar Kormáki og fengum að sjálfsögðu að taka mynd.

Síðan röltum við bara niður Laugarveginn og fórum á Prikið (eftir langan tíma) og ég var þar til eitthvað um 5. Svo kom ég heim um hálf sex, Rósar kom og sótti mig og Sonju, hinir fóru í leigubíl. Svo vorum við reyndar í röðinni á Hlölla og kynntumst einhverjum dúd.
Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili, en það eru komnar inn myndir hér við hliðiná.
Skrifað klukkan 17:25 |